Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 23:05 Börn að leik í Williamsburg í Brooklyn. AP/Mark Lennihan Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira