Var 100 metrum frá því að stranda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 07:27 Eins og sjá má var skipið komið ansi nálægt landi. AP/Frank Einar Vatne Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær. Búið er að koma þremur af fjórum vélum skipsins í gang og stefnt er að því aðstoða það við að komast til Molde í dag.Skipið gengur því nú fyrir eigin vélarafli og ferðast það nú löturhægt í átt að Molde en reynt verður að koma línu í skipið síðar í dag svo draga megi það til hafnar. Það mun þó alfarið fara eftir veðri og vindum hvort slíkt muni takast. Á vef Marine Traffic má sjá að Viking Sky er nú komið töluvert frá landi.Ferill skipsins.Mynd/Marine Traffic.Þyrlur ganga stöðugt á milli skips og lands til þess að flytja farþega á brott en þrjár þyrlur eru notaðar til verksins. Sautján farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar af þrír alvarlega slasaðir en myndbönd sem birt hafa verið sýna hversu mikið gekk á inn í skipinu.Í frétt NRK er haft eftir embættismönnum að litlu hafi mátt muna að mjög illa færi og að skipið hafi verið aðeins 100 metrum frá því að stranda á grynningum. Talið er að hafa skipt sköpum að skipverjum tókst að stöðva rek skipsins í átt að landi með því að setja út akkeri. Skipið var aðeins um kílómetra frá landi þegar verst lét. Neyðarkall kom frá skipinu klukkan tvö í gær að norskum tíma og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir látlaust síðan þá.Just before the SHTF! #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/NONvQl4dBr — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019We’re waiting for evacuation by helicopter #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/rqSYaWGi0k — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019Still waiting for evacuation. #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/6EvcAjf5D2 — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019 Noregur Samgönguslys Tengdar fréttir Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44 Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Búið er að flytja 338 af þeim 1.300 farþegum sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky sem var nálægt því að stranda við strendur Noregs í gær. Búið er að koma þremur af fjórum vélum skipsins í gang og stefnt er að því aðstoða það við að komast til Molde í dag.Skipið gengur því nú fyrir eigin vélarafli og ferðast það nú löturhægt í átt að Molde en reynt verður að koma línu í skipið síðar í dag svo draga megi það til hafnar. Það mun þó alfarið fara eftir veðri og vindum hvort slíkt muni takast. Á vef Marine Traffic má sjá að Viking Sky er nú komið töluvert frá landi.Ferill skipsins.Mynd/Marine Traffic.Þyrlur ganga stöðugt á milli skips og lands til þess að flytja farþega á brott en þrjár þyrlur eru notaðar til verksins. Sautján farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús, þar af þrír alvarlega slasaðir en myndbönd sem birt hafa verið sýna hversu mikið gekk á inn í skipinu.Í frétt NRK er haft eftir embættismönnum að litlu hafi mátt muna að mjög illa færi og að skipið hafi verið aðeins 100 metrum frá því að stranda á grynningum. Talið er að hafa skipt sköpum að skipverjum tókst að stöðva rek skipsins í átt að landi með því að setja út akkeri. Skipið var aðeins um kílómetra frá landi þegar verst lét. Neyðarkall kom frá skipinu klukkan tvö í gær að norskum tíma og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir látlaust síðan þá.Just before the SHTF! #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/NONvQl4dBr — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019We’re waiting for evacuation by helicopter #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/rqSYaWGi0k — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019Still waiting for evacuation. #VikingSky#Maydaypic.twitter.com/6EvcAjf5D2 — Alexus Sheppard (@alexus309) March 23, 2019
Noregur Samgönguslys Tengdar fréttir Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44 Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. 23. mars 2019 22:44
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16