Hafa yfirgefið flutningaskip við strendur Noregs Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2019 22:44 Mikil slagsíða er á skipinu. EPA/Svein Ove Ekornesvag Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag. Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Áhöfn flutningaskipsins Hagland Captain sem varð vélarvana við strendur Noregs í kvöld hefur stokkið frá borði. Fyrstu stukku fimm í sjóinn og svo hinir fjórir en níu eru í áhöfn skipsins. Skipið varð vélarvana skammt frá skemmtiferðaskipi sem varð einnig vélarvana í dag. Mikil slagsíða er á flutningaskipinu.Það þótti öruggara að taka mennina um borð í þyrlur úr sjónum en af skipinu vegna mikillar ölduhæðar og vinds á svæðinu. Tveimur af þyrlunum sem notaðar voru til að flytja farþega og áhöfn, alls 1.373, af skemmtiferðaskipinu Viking Sky var flogið að Hagland Captain og náðu áhafnir þyrlanna mönnunum úr sjónum, samkvæmt NRK.Sjá einnig: Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæðurBúið er að flytja vel á annað hundrað farþega Viking Sky í land en þrír eru sagðir alvarlega slasaðir. Ein eldri kona og tveir menn munu hafa hlotið alvarleg beinbrot. Flestir farþeganna eru frá Bandaríkjunum. Til greina kemur að flytja alla farþega í land en það fer eftir því hvernig gengur að sigla skipinu í skjól. Veðurfræðingar í Noregi segja útlit fyrir að vindurinn muni snúa sér í vesturátt. Það gæti gert aðstæður erfiðari fyrir björgunaraðila. Áhöfn Viking Sky hefur þó tekist að koma þremur af vélum skipsins í gang og er skipinu siglt í suðvestur. Viking Sky er vinstra megin á kortinu og flutningaskipið hægra megin.Marine TrafficBBC hefur eftir einum farþega Viking Sky að skipið hafi byrjað að hristast um hádegið. Kýraugu hafi brotnað og sjór hafi flætt um borð. Þá segist hann vilja gleyma þyrluferðinni sem fyrst. Hún hafi ekki verið skemmtileg. Aftenposten segir að áhöfn skemmtiferðaskipsins hafi beðið í um 30 mínútur eftir því að akkerið náði festu á sjávarbotninum. Það hafi gerst á síðustu stundu. Sjómaðurinn Jan Erik Fiskerstrand segir það einungis hafa verið mínútuspursmál hvort að skipið strandaði eða ekki. Hér má sjá þegar Viking Sky varð fyrir stórri öldu í dag.
Noregur Tengdar fréttir Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32 Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þrettán hundrað farþegar hífðir upp í þyrlur við hættulegar aðstæður Áhöfn norska skemmtiferðaskipsins Viking Sky sem varð vélarvana við strendur Noregs í dag, tókst að varpa akkeri og koma annarri vél skipsins í gang. 23. mars 2019 18:32
Skemmtiferðaskip stefndi í strand undan ströndum Noregs Stjórnendum skipsins hefur tekist að stýra skipinu frá landi. 23. mars 2019 16:16