Forseti NRA segir sér bolað burt Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 22:15 Oliver North er í miklum metum hjá íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Getty/Daniel Acker Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka. Verið sé að bola honum burt vegna ásakana hans um að aðrir forkólfar NRA hafi farið glæpsamlega með fjármuni samtakanna. North greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem lesið var upp á aðalþingi samtakanna í Indianapolis í dag. Í bréfinu, sem einn stjórnarmanna NRA er sagður hafa kynnt fyrir viðstöddum, segist North hafa vonast til að geta boðið sig fram til endurkjörs, en kjörtímabili hans lýkur á mánudag. „Mér hefur við tjáð að af því verði hins vegar ekki,“ skrifar North. Mikil ólga hefur verið í framvarðasveit NRA á síðustu dögum. Framkvæmdastjóri samtakanna, Wayne LaPierre, sendi bréf til stjórnarmanna NRA á fimmtudag þar sem hann sakaði fyrrnefndan North um að reyna að setja sig af. Framkvæmdastjóri NRA, Wayne LaPierre, horfir hér í átt að auðu sæti forsetans á aðalþingi NRA.Getty/Daniel AckerÞað hafi forsetinn ætlað sér að gera með því að opinbera miður fallegar upplýsingar um framkvæmdastjórann, sem væru til þess fallnar að niðurlægja LaPierre og kasta rýrð á samtökin. Það, að mati LaPierre, myndi aðeins grafa undan baráttunni fyrir öðru stjórnarskrárákvæðinu, sem kveður á um rétt Bandaríkjamanna til þess að bera vopn. North svaraði skrifum framkvæmdastjórans í gær. Í bréfi sem hann sendi til sömu stjórnarmanna ver hann ákvarðanir sínar og segir þær til þess fallnar að styrkja ímynd NRA. Þá ætli hann sér að stofna nefnd sem muni taka fjármál samtakanna til skoðunar. Ekki virðist vera vanþörf á ef marka má fréttaflutning bandarískra miðla. Þannig á ríkissaksóknari New York-ríkis að hafa hafið rannsókn á undanþágum NRA frá skatti og krafist gagna sem varpa ljósi á fjárhagsstöðu samtakanna. Meðlimir bandarísku skotvopnasamtakanna eru rúmlega 5 milljón talsins og eru þau án efa öflugustu talsmenn síns málstaðar vestanhafs. Samtökin hafa unnið náið með þingmönnum á síðustu áratugum og eru þau talin hafa leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Nýr forseti NRA hlaut dóm í tengslum við eitt mesta hneyksli bandarískra stjórnmála Oliver North, sem varð alræmdur á 9. áratugnum vegna Íran-kontra-skandalsins, er nýr forseti Samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. 7. maí 2018 22:58