Játar sök í kynlífsþrælkunarmáli Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 10:57 Allison Mack gengur út úr réttarsal ásamt lögmönnum sínum. Getty/Spencer Platt Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. Clare var ásökuð um að hafa notað meira en 100 milljónir dollara til að fjármagna kynlífs-sértrúarsöfnuðinn Nxivm. Hún játaði sig seka í tveimur ákæruliðum, að hafa hjálpað til við að hylja ólöglegan flutning innflytjenda til að hagnast fjárhagslega og að hafa notað persónuupplýsingar óheiðarlega. Hún á þá að hafa fjármagnað kaup á gervi skilríkjum og til að stefna „andstæðingum“ hópsins fyrir dóm. Clare lýsti því yfir í dómssalnum í Brooklyn að hún væri full eftirsjár, en hún er sú fimmta til að játa sig seka í málinu. Aðeins sex einstaklingar hafa verið ákærðir en aðeins sá sem er talinn leiðtogi hópsins, Keith Raniere, á eftir að mæta fyrir dómstóla, sem hann mun gera í maí mánuði. Nxivm, sem fram er borið nexium, var stofnað árið 1998 sem sjálfshjálpar úrræði og hefur það „hjálpað“ meira en 16.000 manns, þ.m.t. leikkonunni Allison Mack, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Smallville, en hún er ein þeirra fimm sem hafa verið ákærðir og játað sig seka í málinu.Húsið sem sértrúarsöfnuðurinn Nxivm á að hafa haft höfuðstöðvar sínar í.Getty/Amy LukeHvað er Nxivm? Á vefsíðu Nxivm kemur fram að samtökin séu samfélag sem rekið er á mannúðarsjónarmiðum og leitast eftir að valdefla fólk og svara mikilvægum spurningum um það hvað felst í því að vera manneskja. Þrátt fyrir stefnu hópsins hefur leiðtogi hans, Keith Raniere, verið ákærður fyrir að notast við kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi. Á vefsíðunni hefur skráning verið stöðvuð sem og öllum viðburðum hefur verið aflýst, vegna „hinna óvenjulegu atburða sem fyrirtækið er að takast á við að svo stöddu.“ Saksóknarar í málinu hafa lýst starfsemi hópsins við pýramídaáætlun, en meðlimir hans þurftu að borga þúsundir Bandaríkjadala til að sækja námskeið sem gerði þeim kleift að verða valdameiri í hópnum. Þá eiga kvenkyns meðlimir hópsins að hafa verið brennimerktar með upphafsstöfum Keiths og til að fylgja kerfinu, að sofa hjá honum. Bandaríkin Tengdar fréttir Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Clare Bronfman, erfingi Seagram áfengisveldisins, hefur játað aðild sína að kynlífsþrælkunarhring. Clare var ásökuð um að hafa notað meira en 100 milljónir dollara til að fjármagna kynlífs-sértrúarsöfnuðinn Nxivm. Hún játaði sig seka í tveimur ákæruliðum, að hafa hjálpað til við að hylja ólöglegan flutning innflytjenda til að hagnast fjárhagslega og að hafa notað persónuupplýsingar óheiðarlega. Hún á þá að hafa fjármagnað kaup á gervi skilríkjum og til að stefna „andstæðingum“ hópsins fyrir dóm. Clare lýsti því yfir í dómssalnum í Brooklyn að hún væri full eftirsjár, en hún er sú fimmta til að játa sig seka í málinu. Aðeins sex einstaklingar hafa verið ákærðir en aðeins sá sem er talinn leiðtogi hópsins, Keith Raniere, á eftir að mæta fyrir dómstóla, sem hann mun gera í maí mánuði. Nxivm, sem fram er borið nexium, var stofnað árið 1998 sem sjálfshjálpar úrræði og hefur það „hjálpað“ meira en 16.000 manns, þ.m.t. leikkonunni Allison Mack, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Smallville, en hún er ein þeirra fimm sem hafa verið ákærðir og játað sig seka í málinu.Húsið sem sértrúarsöfnuðurinn Nxivm á að hafa haft höfuðstöðvar sínar í.Getty/Amy LukeHvað er Nxivm? Á vefsíðu Nxivm kemur fram að samtökin séu samfélag sem rekið er á mannúðarsjónarmiðum og leitast eftir að valdefla fólk og svara mikilvægum spurningum um það hvað felst í því að vera manneskja. Þrátt fyrir stefnu hópsins hefur leiðtogi hans, Keith Raniere, verið ákærður fyrir að notast við kerfi innan hópsins sem mest líkist þrælahaldi. Á vefsíðunni hefur skráning verið stöðvuð sem og öllum viðburðum hefur verið aflýst, vegna „hinna óvenjulegu atburða sem fyrirtækið er að takast á við að svo stöddu.“ Saksóknarar í málinu hafa lýst starfsemi hópsins við pýramídaáætlun, en meðlimir hans þurftu að borga þúsundir Bandaríkjadala til að sækja námskeið sem gerði þeim kleift að verða valdameiri í hópnum. Þá eiga kvenkyns meðlimir hópsins að hafa verið brennimerktar með upphafsstöfum Keiths og til að fylgja kerfinu, að sofa hjá honum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Allison Mack úr Smallville játar aðild að kynlífsþrælkun Leikkonan Allison Mack, sem er hvað þekktust fyrir að leika í þáttunum Smallville, játaði fyrir dómi í New York í dag að hafa komið að kynlífsþrælkunarhring. 8. apríl 2019 22:18