Ungverjar draga sig úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 17:57 Conchita Wurst vakti mikla athygli þegar hún keppti í Eurovision en hún sigraði keppnina árið 2013. Conchitu var mikið fagnað meðal hinseginfólks í Evrópu. getty/Ragnar Singsaas Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina. Eurovision Ungverjaland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Ungverjaland mun ekki taka þátt í Eurovision á næsta ári en engin ástæða var gefin fyrir þeirri ákvörðun. Margir telja þó að ríkisstjórn landsins, sem er langt á hægri skalanum, finnist keppnin „of hýr.“ Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hatursorðræða gegn hinsegin fólki hefur aukist gríðarlega upp á síðkastið í Ungverjalandi, en Viktor Orbán, forseti landsins, hefur innleitt stefnu sem kallast „fjölskyldan fyrst,“ sem ætlað er að hjálpa „hefðbundnum“ fjölskyldum og auka fæðingartíðni. Fyrr á árinu bar forseti ungverska þingsins saman barnaníð og ættleiðingu samkynja para. Þá sagði fjölmiðlamaður, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, að Eurovision væri samansafn samkynhneigðra og það að sleppa þátttöku myndi ýta undir andlegt heilbrigði landsmanna. Heimildarmaður Guardian innan ungverska ríkisútvarpsins segir að þrátt fyrir að engin ástæða hafi verið gefin fyrir ákvörðuninni séu starfsmenn vissir um að ástæðan sé tengsl keppninnar við hinseginmenningu. „Ég var ekki hissa,“ sagði heimildarmaðurinn og bætti því við að fjölmiðlafólk væri ekki hvatt til að fjalla um hinseginmál og réttindi hinseginfólks af jákvæðni. Í síðustu viku spurði þingmaður í stjórnarandstöðunni hvers vegna verið væri að draga landið úr keppninni. Svarið sem hann fékk frá ráðherra var að ákvörðunin hafi verið tekin af ríkisútvarpi landsins og að ríkisstjórnin hafi ekki komið að ákvörðuninni. „Ég fagna þessari ákvörðun, sérstaklega vegna andlegs heilbrigðis, að Ungverjaland muni ekki taka þátt í þessari uppskeruhátíð samkynhneigðra sem þessi alþjóðlega söngvakeppni er orðin,“ sagði András Bencsik, ritstjóri miðils sem lýst hefur yfir stuðningi við ríkisstjórnina.
Eurovision Ungverjaland Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira