Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“