Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2019 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Einungis tveir dagar eru liðnir frá því að Trump lýsti því yfir að stofnanirnar yrðu opnaðar á nýjan leik eftir og er um að ræða lengstu slíku lokun í sögu Bandaríkjanna. Verði ekki samið er útlit fyrir að stofnununum verði lokað aftur þann 15. febrúar. Trump vill 5,7 milljarða dala til að byggja múrinn en Demókratar, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segja það glapræði, sóun á peningum og eina markmið Trump sé að standa við vanhugsað kosningaloforð. Þeir hafa hingað til eingöngu verið tilbúnir til að auka fjárútlát til aukins eftirlits á landamærunum svo lengi sem ekki eina dalur fari í að reisa múr.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Þegar Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, var spurður í dag hvort Trump væri tilbúinn til að loka stofnunum á nýjan leik sagði hann svo vera. „Hann vill ekki stöðva rekstur ríkisstjórnarinnar, höfum það á hreinu. Hann vill ekki lýsa yfir neyðarástandi,“ sagði Mulvaney. Hann bætti þó við að Trump væri staðráðinn í að „vernda þjóðina“ og það myndi hann gera hvort sem það færi í gegnum þingið eða ekki. Með því að lýsa yfir neyðarástandi gæti Trump byggt múrinn með neyðarsjóðum bandaríska hersins. Við eðlilegar kringumstæður væru þeir sjóðir notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Slíkri yfirlýsingu yrði þó án efa mætt með lögsóknum og löngu ferli í dómstólum.Vill snúa Demókrötum Trump hefur ítrekað haldið því fram að neyðarástand sé á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í síðasta mánuði sagði hann 35 milljónir manna hafa farið ólöglega yfir landamærin og þau búi nú í Bandaríkjunum. Í dag sagði hann 25,7 milljónir, en AP fréttaveitan segir ekki ljóst hvaðan forsetinn fékk þær tölur. Starfsmannastjóri Trump veit það ekki heldur.Báðar tölurnar eru hærri en áætlanir hans eigin ríkisstjórnar og annarra sérfræðinga. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út í í síðasta mánuði að á milli ellefu til 22 milljónir ólöglegra innflytjenda byggju í Bandaríkjunum. Pew Research Center áætlar að þeir hafi verið um 10,7 milljónir 2016 og áætlun þeirra hefur ekki verið lægri í áratug. Þá tísti Trump í dag og sagði ólöglega innflytjendur hafa kostað Bandaríkin nærri því 19 milljarða dala það sem af er þessu ári. Hann sagði þó ekki hvaðan sú tala væri fengin.Sjá einnig: Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Mulvaney lagði í dag mikla áherslu á að Trump hefði ekki „tapað“ neinu með því að opna áðurnefndar stofnanir án þess að fá neitt til byggingar múrsins. Samningaviðræður stæðu enn yfir. „Að endingu verður hann dæmdur eftir því hvernig þetta ferli endar. Ekki eftir því hvað gerðist í þessari viku,“ sagði hann á Fox News.Hann sagði Trump hafa séð tækifæri í því að fá þingmenn Demókrataflokksins með sér í lið. Fá þá til að snúast gegn leiðtogum flokksins og greiða atkvæði með fjárveitingu til múrsins. Meðlimir ríkisstjórnar Trump hafa þó reynt það ítrekað, án árangurs. á undanförnum mánuði, eins og Politico bendir á.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira