Keppni í A-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta hófst í dag með tveimur leikjum í Egilshöll.
Pepsi-deildarlið Víkings vann 3-1 sigur á 2.deildarliði ÍR en það voru ÍR-ingar sem komust yfir snemma leiks með marki Más Viðarssonar. Rick Ten Voorde jafnaði fyrir Víkinga eftir tæplega hálftíma leik og í síðari hálfleik tryggði úrvalsdeildarliðið sér sigur með mörkum frá Erlingi Agnarssyni og Ten Voorde.
Í síðari leiknum þurfti hitt Breiðholtsliðið, Leiknir, að lúta í lægra haldi með sömu markatölu fyrir Fjölni en bæði liðin leika í Inkasso-deildinni.
Upplýsingar um úrslit af Úrslit.net.
Víkingur og Fjölnir á sigurbraut í Reykjavíkurmótinu
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn


Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið
Enski boltinn

„Það var engin taktík“
Fótbolti
