Nýjar tillögur geti lækkað leiguverð um allt að 30 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. janúar 2019 13:30 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan. Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Leiguverð í almenna íbúðakerfinu gæti lækkað um fimmtán til þrjátíu þúsund krónur á mánuði ef vextir á lánum fyrir byggingu íbúðanna lækka um eitt og hálft prósentustig, að sögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa Snædal ræddi um tillögur átakshópsins í húsnæðismálum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og þar yfir mögulegar breytingar á fjármögnun til almenna íbúðakerfisins. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur hjá Íbúðalánasjóði þar sem félögum sem eru að byggja hagkvæmar íbúðir gætu fengið lán á lægri vöxtum og þannig lækkað fjármagnskostnað félagsins. „Almennu íbúðafélögin eru núna að fjármagna sig á 4,2% vöxtum. Ef við náum þeim niður í 2,6% eða 2,8% í gegnum nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði, þá erum við að tala um svona 15-30 þúsund króna lækkun á leigu á mánuði.“ Á sama tíma þurfi að byggja upp fleiri félög sem sjái um byggingu slíkra íbúða og gera fleirum kleift að flytja þar inn. „Þessar íbúðir sem að verkalýðsfélögin eru að byggja núna, þú þarft að vera innan ákveðinna tekjumarka til að komast þar inn. Það er reyndar hluti af þessari tillögu líka að hækka tekjumörkin til þess að fleiri komist inn í kerfið, þannig að það eru ýmsar tillögur þarna sem tala beint inn í kjör fólks.“ Viðtalið við Drífu í Sprengisandi má heyra í heild sinni hér að neðan.
Húsnæðismál Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12 Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28 Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Hópurinn telur að einfalda þurfi byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og sæmræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. 22. janúar 2019 19:12
Leggja til leiguvernd og óhagnaðardrifin húsnæðisfélög Átakshópur um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði leggur til leiguvernd með endurskoðun húsaleigulaga til að bæta réttarstöðu leigjenda. 22. janúar 2019 15:28
Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. 23. janúar 2019 13:09