Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjamet Maldini í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2019 17:00 Buffon jafnar leikjamet Maldinis í kvöld. vísir/getty Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið
Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti