Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2019 19:15 Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira