Innlent

Sjö af hverjum tíu að­gerðum frestað á gjör­gæslu­deild Land­spítalans

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun.
Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun.

Gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut hefur þurft að fresta sjö af hverjum tíu hjartaaðgerðum síðustu vikur vegna undirmönnunnar. Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum.

Ekki hefur verið hægt að nota öll pláss á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut vegna undirmönnunar. Þetta hefur gríðarleg áhrif á starfsemi deildarinnar.

„Það eru helst hjartaskurðaðgerðir sem við höfum þurft að fresta. Á þessu ári höfum við þurft að fresta um helmingi aðgerða og um sjötíu prósent þeirra undanfarnar vikur,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans á Hringbraut. 

Slíkar frestanir reyni andlega og líkamlega á sjúklinginn. Þá skapar ástandið vanda á öðrum deildum spítalans þar sem veikasta fólkið þarf að bíða. Árni segir að ástandið hafi líka mikil áhrif á starfsfólkið. 

„Eins og ástandið er núna þá eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknarnir á deildinni undir miklu álagi og eru útsett fyrir kulnun í starfi. Við erum mikið að vinna aukalega og í miklu álagi,“ segir hann.

Sjö af níu plássum eru í notkun á deildinni vegna manneklunnar. Árni segir að ef vel ætti að vera þyrfti hann fimm stöðugildi í viðbót en tólf ef fylla ætti öll pláss á deildinni. Mikilvægt sé að gera starf hjúkranarfræðinga eftirsóknaverðara eins og með hærri launum og styttri vinnutíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.