Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2019 19:15 Búið er að leggja hald á 28 kíló af kókaíni hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum það sem af er ári. Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11