Sackler fjölskyldan flutti 125 milljarða á erlenda bankareikninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 12:20 Purdue var talið líklegt til að lýsa yfir gjaldþroti áður en til sáttagreiðsla kæmi. AP/Douglas Healey Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. Þetta segja yfirvöld í Bandaríkjunum. Sackler fjölskyldan á lyfjafyrirtækið Purdue Pharma, sem stendur nú í málaferlum í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur verið ákært fyrir að hafa blásið ópíóðakrísunni í Bandaríkjunum byr undir báða vængi með því að markaðsetja lyf líkt og OxyContin á blekkjandi hátt. Meira en tvö þúsund aðilar hafa kært Purdue og þar á meðal eru meira en 20 sambandsríki. Tímaritið Forbes hefur metið fjárhag Sackler fjölskyldunnar nema 13 milljörðum Bandaríkjadala, 1.623 milljörðum íslenskra króna, en mörg sambandsríkjanna telja að fjölskyldan hafi falið töluvert fjármagn í erlendum skattaskjólum. Yfirsaksóknari New York ríkis, Letitia James, segir að hún hafi krafist bókhalds 33 fyrirtækja sem tengjast fjölskyldunni. Vitað er um milljarðana 125 eftir að gögn eins fyrirtækjanna voru birt embætti hennar. „Gögn frá einu fyrirtækjanna sýna að fjölskyldumeðlimir Sackler og fyrirtæki í þeirra eigu hafi millifært um það bil 125 milljarða, þar á meðal inn á bankareikninga í Sviss,“ sagði James í yfirlýsingu og staðfesti þar með fregnirnar sem New York Times greindi fyrst frá. Fyrirtækin sem um ræðir voru ekki nafngreind.Ekki allir sækjendur sáttir með samninginn Talsmaður Mortimer DA Sackler, fyrrverandi stjórnarmeðlims fyrirtækisins samnefnda, sagði í tilkynningu að „millifærslurnar, sem væru meira en áratugar gamlar, væru ekkert fréttaefni enda fullkomlega löglegar og viðeigandi að öllu leiti.“ „Þetta er illviljuð tilraun skrifstofu saksóknara til að framleiða niðrandi fyrirsagnir í von um að eyðileggja sáttasamninga sem kæmi öllum aðilum jafn vel. Sáttasamningar eru studdir af mörgum öðrum ríkjum og myndi borga sig þar sem milljarðar dollara myndu renna til samfélaga og einstaklinga víða um landið sem þurfa á hjálp að halda,“ bætti talsmaðurinn við. Tilkynnt var á fimmtudag að Purdue Pharma hafi samþykkt bráðabirgða sáttasamning upp á marga milljarða Bandaríkjadala til að forðast réttarhöld.OxyContin er eitt þeirra lyfja sem hefur verið mikið notað af ópíóða fíklum í Bandaríkjunum.AP/Toby TalbotSamkvæmt samningnum, sem enn á eftir að skrifa undir, mun Sackler fjölskyldan gefa upp völd yfir Purdue og greiða úr eigin vasa 3 milljarða dala, eða hátt í 375 milljarða íslenskra króna. Þá myndi fyrirtækið lýsa yfir gjaldþroti og leysast upp og yrði þar af leiðandi ekki réttað yfir fyrirtækinu en réttarhöld áttu að hefjast í næsta mánuði. Hins vegar lýstu nokkur ríki, þar á meðal New York, Massachusetts og Connecticut, því yfir að þau myndu ekki samþykkja samninginn og myndu halda málaferlum til streitu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Connecticut en William Tong, ríkissaksóknarinn þar, sagði: „Umfang sársaukans, dauðans og eyðileggingarinnar sem Purdue og Sackler fjölskyldan hafa valdið eru mun meiri en tilboð þeirra heyrir upp á.“ Josh Shapiro, lögmaður Pennsylvaniu fylkis, sagði að sáttasamningurinn væri „kinnhestur fyrir alla þá sem hafa þurft að bera aðstandendur til grafar vegna eyðileggingar þessarar fjölskyldu og græðgi hennar.“ „Samningurinn gerir Sackler fjölskyldunni kleift að ganga í burtu sem milljarðamæringar og án þess að lýsa yfir ábyrgð,“ bætti hann við. Bandaríkin Fíkn Lyf Tengdar fréttir Bandaríska lyfjaeftirlitið bað Actavis um að draga úr framleiðslu á ópíóðalyfjum Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. 28. júlí 2019 14:03 Actavis var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum á hápunkti faraldurs Lögregluyfirvöld lyfjamála í Bandaríkjunum báðu Actavis um að draga úr framleiðslu ópíóðalyfja árið 2012, en fyrirtækið var meðal þeirra söluhæstu á lyfjunum um árabil. 28. júlí 2019 20:59 Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15 Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Sackler fjölskyldan er sögð hafa millifært minnst einn milljarð Bandaríkjadala, sem nemur um 125 milljörðum íslenskra króna, yfir á mismunandi bankareikninga, þar á meðal í banka í Sviss. Þetta segja yfirvöld í Bandaríkjunum. Sackler fjölskyldan á lyfjafyrirtækið Purdue Pharma, sem stendur nú í málaferlum í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur verið ákært fyrir að hafa blásið ópíóðakrísunni í Bandaríkjunum byr undir báða vængi með því að markaðsetja lyf líkt og OxyContin á blekkjandi hátt. Meira en tvö þúsund aðilar hafa kært Purdue og þar á meðal eru meira en 20 sambandsríki. Tímaritið Forbes hefur metið fjárhag Sackler fjölskyldunnar nema 13 milljörðum Bandaríkjadala, 1.623 milljörðum íslenskra króna, en mörg sambandsríkjanna telja að fjölskyldan hafi falið töluvert fjármagn í erlendum skattaskjólum. Yfirsaksóknari New York ríkis, Letitia James, segir að hún hafi krafist bókhalds 33 fyrirtækja sem tengjast fjölskyldunni. Vitað er um milljarðana 125 eftir að gögn eins fyrirtækjanna voru birt embætti hennar. „Gögn frá einu fyrirtækjanna sýna að fjölskyldumeðlimir Sackler og fyrirtæki í þeirra eigu hafi millifært um það bil 125 milljarða, þar á meðal inn á bankareikninga í Sviss,“ sagði James í yfirlýsingu og staðfesti þar með fregnirnar sem New York Times greindi fyrst frá. Fyrirtækin sem um ræðir voru ekki nafngreind.Ekki allir sækjendur sáttir með samninginn Talsmaður Mortimer DA Sackler, fyrrverandi stjórnarmeðlims fyrirtækisins samnefnda, sagði í tilkynningu að „millifærslurnar, sem væru meira en áratugar gamlar, væru ekkert fréttaefni enda fullkomlega löglegar og viðeigandi að öllu leiti.“ „Þetta er illviljuð tilraun skrifstofu saksóknara til að framleiða niðrandi fyrirsagnir í von um að eyðileggja sáttasamninga sem kæmi öllum aðilum jafn vel. Sáttasamningar eru studdir af mörgum öðrum ríkjum og myndi borga sig þar sem milljarðar dollara myndu renna til samfélaga og einstaklinga víða um landið sem þurfa á hjálp að halda,“ bætti talsmaðurinn við. Tilkynnt var á fimmtudag að Purdue Pharma hafi samþykkt bráðabirgða sáttasamning upp á marga milljarða Bandaríkjadala til að forðast réttarhöld.OxyContin er eitt þeirra lyfja sem hefur verið mikið notað af ópíóða fíklum í Bandaríkjunum.AP/Toby TalbotSamkvæmt samningnum, sem enn á eftir að skrifa undir, mun Sackler fjölskyldan gefa upp völd yfir Purdue og greiða úr eigin vasa 3 milljarða dala, eða hátt í 375 milljarða íslenskra króna. Þá myndi fyrirtækið lýsa yfir gjaldþroti og leysast upp og yrði þar af leiðandi ekki réttað yfir fyrirtækinu en réttarhöld áttu að hefjast í næsta mánuði. Hins vegar lýstu nokkur ríki, þar á meðal New York, Massachusetts og Connecticut, því yfir að þau myndu ekki samþykkja samninginn og myndu halda málaferlum til streitu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Connecticut en William Tong, ríkissaksóknarinn þar, sagði: „Umfang sársaukans, dauðans og eyðileggingarinnar sem Purdue og Sackler fjölskyldan hafa valdið eru mun meiri en tilboð þeirra heyrir upp á.“ Josh Shapiro, lögmaður Pennsylvaniu fylkis, sagði að sáttasamningurinn væri „kinnhestur fyrir alla þá sem hafa þurft að bera aðstandendur til grafar vegna eyðileggingar þessarar fjölskyldu og græðgi hennar.“ „Samningurinn gerir Sackler fjölskyldunni kleift að ganga í burtu sem milljarðamæringar og án þess að lýsa yfir ábyrgð,“ bætti hann við.
Bandaríkin Fíkn Lyf Tengdar fréttir Bandaríska lyfjaeftirlitið bað Actavis um að draga úr framleiðslu á ópíóðalyfjum Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. 28. júlí 2019 14:03 Actavis var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum á hápunkti faraldurs Lögregluyfirvöld lyfjamála í Bandaríkjunum báðu Actavis um að draga úr framleiðslu ópíóðalyfja árið 2012, en fyrirtækið var meðal þeirra söluhæstu á lyfjunum um árabil. 28. júlí 2019 20:59 Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15 Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17 Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Bandaríska lyfjaeftirlitið bað Actavis um að draga úr framleiðslu á ópíóðalyfjum Actavis var árið 2011 annar stærsti framleiðandi ópíóðalyfja á bandarískum markaði. 28. júlí 2019 14:03
Actavis var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum á hápunkti faraldurs Lögregluyfirvöld lyfjamála í Bandaríkjunum báðu Actavis um að draga úr framleiðslu ópíóðalyfja árið 2012, en fyrirtækið var meðal þeirra söluhæstu á lyfjunum um árabil. 28. júlí 2019 20:59
Johnson & Johnson dæmt til þess að greiða 572 milljónir dollara vegna ópíóða Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson var í dag dæmt til þess að greiða Oklahoma-ríki 572 milljónir dollara vegna þess skaða sem ópíóðafaraldurinn hefur valdið í ríkinu. 26. ágúst 2019 21:15
Ópíóða framleiðandi talinn líklegur til að lýsa yfir gjaldþroti til að komast hjá sáttagreiðslum Ekki er víst hvort Sackler fjölskyldan og lyfjafyrirtæki þeirra, Purdue Pharma, muni greiða yfirvöldum í Bandaríkjunum skaðabótafé vegna ópíóða faraldursins svokallaða. Ríkissaksóknari segir samningsviðræður um sáttagjöld ekki lengur virkar. 8. september 2019 18:17
Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. 17. júlí 2019 23:25
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent