Losun frá flugi vex hraðar en spár gerðu ráð fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 10:21 Þrátt fyrir að sparneytni nýrra flugvéla hafi batnað hefur vaxandi eftirspurn og fjölgun flugferða meira en vegið upp á móti því. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum aukist nú helmingi hraðar en Alþjóðaflugmálastofnunin gerði ráð fyrir. Spár Sameinuðu þjóðanna gerðu þegar ráð fyrir að losun frá flugi þrefaldaðist fyrir miðja öldina. Flugsamgöngur valda um 2,5% af heildarlosun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Alþjóðaflugmálastofnunin spáði því að losun frá flugvélum næði um 900 milljónum tonna í fyrra og hún þrefaldaðist fyrir árið 2050. Aukningin er drifin áfram af miklum vexti í flugsamgöngum á heimsvísu, mikilli fjölgun lágfargjaldaflugfélaga og ferðaþjónustu fyrir vaxandi miðstétt. Ný rannsókn Alþjóðaráðsins um hreinar samgöngur þar sem hátt í fjörutíu milljónir flugferða um allan heim í fyrra voru greindar bendir til þess að losun frá flugi aukist ennþá hraðar en þessar spár gerðu ráð fyrir. Brandon Graver, aðalhöfundur rannsóknar, segir New York Times að aukin eftirspurn eftir flugferðum eyði út ávinningi af því að flugfélög hafi náð vaxandi eldsneytnissparneytni. „Loftslagsáskorunin fyrir fluggeirann er verri en nokkurn grunaði,“ segir hann. Niðurstöður hans benda til þess að flugferðir frá bandarískum flugvöllum losi nærri því fjórðung alls koltvísýrings sem losaður er í farþegaflugi í heiminum. Þar á eftir kemur Kína, Bretland, Japan og Þýskaland. Þróunarríki þar sem helmingur mannkyns býr stóðu fyrir um tíu prósentum af losun á heimsvísu. Losun frá flugi hefur verið utan við Parísarsamkomulagið. Samkvæmt samkomulagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ætla flugfélög að byrja að kolefnisjafna losun sína sjálfviljug frá og með næsta ári. Búist er við mótmæltum í Montreal í næstu viku þegar eftirlitsstofnanir með flugmálum funda þar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira