„Það kom mér svakalega á óvart hvernig FH byrjaði leikinn. Þeir liggja til baka með allt liðið sitt á eigin vallarhelmingi og leyfðu Stjörnunni að hafa boltann,“ sagði Atli sem þekkir vel til FH-liðsins en hann spilaði með liðinu nær allan sinn feril þar til hann setti skóna á hilluna síðasta haust.
„Mér fannst eiginlega bara pínulítið sorglegt að sjá hvað FH-ingarnir lögðust djúpt.“
„Lið sem er með menn eins og Atla Guðnason, Steven Lennon, Brand Olsen, ég held að svoleiðis lið hljóti að vilja hafa boltann í staðinn fyrir að vera í vörn.“
Stjarnan komst yfir 2-0 í leiknum en FH jafnaði úr föstum leikatriðum á tveggja mínútna kafla.
Alla greiningu Atla má sjá hér að neðan.