„Siðlausar“ njósnir Bielsa báru árangur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 11:00 Argentínumaðurinn játaði að hafa stundað njósnir í áraraðir vísir/getty Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“ Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Njósnaleikir Marcelo Bielsa skiluðu honum fimm stiga forskoti á toppi ensku B-deildarinnar en Frank Lampard sakar Argentínumanninn um siðlausa hegðun. Topplið Leeds mætti Derby, sem situr í 6. sæti, í toppslag í gærkvöld og fór Leeds með 2-0 sigur. Keemar Roofe og Jack Harrison skoruðu mörk Leeds sem er nú með fimm stiga forskot á Norwich, en Kanarífuglarnir eiga þó leik til góða. Aðalfréttin í kringum leikinn kemur þó leiknum sjálfum minnst við. Fyrir leik í gær bárust fréttir af því að njósnari Leeds hafi sést á æfingu Derby á fimmtudag. Marcelo Bielsa játaði að hann hafi sent starfsmann sinn á völlinn. Lögreglan var kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða fyrir utan æfingasvæði Derby en enginn var handtekinn. Lögreglan sagði engar skemmdir hafa verið á girðingum og maðurinn stöðvaður fyrir utan æfingasvæðið. Enska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu. Frank Lampard, stjóri Derby, vildi ekki nota málið sem afsökun fyrir tapinu en sagði þó að eitthvað yrði að gera í málinu. „Þetta er ekki rétt. Ég hef verið aðdáandi Bielsa og ég á bókina hans heima í stofu, en þetta hefur aðeins breytt skoðun minni á honum,“ sagði Lampard við BBC eftir leikinn. „Ég hef aldrei heyrt um að einhver sé á fjórum fótum með klippur að reyna að brjótast inn á annara manna land til þess að njósna. En frammistaða okkar í kvöld, hún er á okkar ábyrgð.“ Bielsa segist hafa stundað njósnir í mörg ár og neitar því að það sé siðlaust. „Ég skil að Lampard sé reiður, honum finnst ég hafa svindlað. En mér finnst ég ekki hafa svindlað því ég var ekki að reyna að ná mér í ólöglegan hagnað,“ sagði Bielsa. „Ég get útskýrt gjörðir mínar en ég verð að virða venjurnar í því landi sem ég vinn í.“
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira