Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA segja að loftsteinninn hafi sprungið yfir Beringshafi undan ströndum Kamtsjakaskaga í Rússland um hádegi að staðartíma 18. desember. Því hafi fáir orðið hennar varir.
Talið er að loftsteinninn hafi verið nokkrir metrar að stærð. Hann hafi fallið inn í lofthjúp jarðarinnar á 32 kílómetra hraða á sekúndu og sprungið um 25,6 kílómetrum yfir yfirborði hennar.
Lindley Johnson, geimvarnasérfræðingur NASA, segir við breska ríkisútvarpið BBC að sprengingin hafi verið sú stærsta frá því að loftsteinn sprakk yfir rússnesku borginni Tsjéljabinsk fyrir sex árum.
Some colour views of the #meteor that flew over the North Pacific in December 2018, taken by Japan's #Himawari satellite.
— Simon Proud (@simon_sat) March 18, 2019
The meteor is really clear here - bright orange fireball against the blue + white background!
Background: https://t.co/r403SQxicZ pic.twitter.com/ctNN8zxsXb