Sagðist innblásinn af Anders Breivik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:00 Nýsjálendingar minnast þeirra sem féllu í fólskulegri hryðjuverkaárás á föstudag. NordicPhotos/Getty „Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
„Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00
Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10