Sagðist innblásinn af Anders Breivik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:00 Nýsjálendingar minnast þeirra sem féllu í fólskulegri hryðjuverkaárás á föstudag. NordicPhotos/Getty „Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
„Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00
Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10