Giggs: Manchester United ætti að fastráða Solskjaer en segja engum frá því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 12:00 Ole Gunnar Solskjaer og Ryan Giggs fagna marki með Manchester United. Geyty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjaer á að verða framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United að mati Ryan Giggs, leikjahæsta mannsins í glæstri sögu félagsins. Ryan Giggs var fyrstur fyrrum lærisveina Sir Alex Ferguson til að reyna sig sem stjóri Manchester United en Giggs tók tímabundið við liðinu þegar David Moyes var rekinn árið 2014. United réð síðan Louis van Gaal og Giggs varð aðstoðarmaður hans. Giggs segir að Van Gaal hafi sagt við Ed Woodward að „Ryan Giggs mun síðan taka við af mér“ þegar þriggja ára samningur Hollendingsins myndi klárast. Ekkert varð hins vegar að því þar sem United réði Jose Mourinho. Ryan Giggs hafi ekki áhuga á því að taka við liðinu af Jose Mourinho. „Nei í rauninni ekki. Þetta hefði kannski litið öðruvísi út ef ég hefði ekki verið landsliðsþjálfari Wales,“ sagði Giggs við Guardian. „Ole hefur skilað frábæru starfi. Ég hef auðvitað verið í sambandi við hann en hann hefur bæði gefið leikmönnum frelsi sem og standa sig vel í taktík. Sjálfstraustið er mikið og það eru allir farnir að brosa,“ sagði Giggs.*Big interview ... Ryan Giggs. By @donaldgmcraehttps://t.co/A38iUwlkoT — Guardian sport (@guardian_sport) February 18, 2019„Við höfum verið of lengi með einhverja tilraunastarfsemi í gangi hjá félaginu. Þegar þú ert með einhvern sem þekkir félagið vel, er góður í taktík og er með leikmennina með sér þá ertu kominn vel af stað. Það verða einhverjar hindranir á veginum en flestir stuðningsmenn eru núna að ímynda sér hvað hann hefði gert með alla þá peninga sem var eytt í leikmenn síðustu árin,“ sagði Giggs. Ryan Giggs vill að Norðmaðurinn fái tíma og frið til að undirbúa næsta tímabil og að það sé enginn ástæða til að tilkynna það strax að hann verði fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. „Skipulagið er mikilvægara en tilkynningin. Sjáið bara Guardiola. Hann fékk leikmennina sem hann vildi til Manchester City, ári áður en hann tók við. Svo ef að þetta á að vera Ole þá á félagið að halda því leyndu og byrja að skipuleggja sig. Vandamál okkar síðustu ár er að við erum alltaf að elta,“ sagði Giggs. „Við þurfum að finna þessa tvo eða þrjá leikmenn sem við þurfum á að halda svo við getum farið að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina aftur,“ sagði Giggs.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjaer á að verða framtíðarknattspyrnustjóri Manchester United að mati Ryan Giggs, leikjahæsta mannsins í glæstri sögu félagsins. Ryan Giggs var fyrstur fyrrum lærisveina Sir Alex Ferguson til að reyna sig sem stjóri Manchester United en Giggs tók tímabundið við liðinu þegar David Moyes var rekinn árið 2014. United réð síðan Louis van Gaal og Giggs varð aðstoðarmaður hans. Giggs segir að Van Gaal hafi sagt við Ed Woodward að „Ryan Giggs mun síðan taka við af mér“ þegar þriggja ára samningur Hollendingsins myndi klárast. Ekkert varð hins vegar að því þar sem United réði Jose Mourinho. Ryan Giggs hafi ekki áhuga á því að taka við liðinu af Jose Mourinho. „Nei í rauninni ekki. Þetta hefði kannski litið öðruvísi út ef ég hefði ekki verið landsliðsþjálfari Wales,“ sagði Giggs við Guardian. „Ole hefur skilað frábæru starfi. Ég hef auðvitað verið í sambandi við hann en hann hefur bæði gefið leikmönnum frelsi sem og standa sig vel í taktík. Sjálfstraustið er mikið og það eru allir farnir að brosa,“ sagði Giggs.*Big interview ... Ryan Giggs. By @donaldgmcraehttps://t.co/A38iUwlkoT — Guardian sport (@guardian_sport) February 18, 2019„Við höfum verið of lengi með einhverja tilraunastarfsemi í gangi hjá félaginu. Þegar þú ert með einhvern sem þekkir félagið vel, er góður í taktík og er með leikmennina með sér þá ertu kominn vel af stað. Það verða einhverjar hindranir á veginum en flestir stuðningsmenn eru núna að ímynda sér hvað hann hefði gert með alla þá peninga sem var eytt í leikmenn síðustu árin,“ sagði Giggs. Ryan Giggs vill að Norðmaðurinn fái tíma og frið til að undirbúa næsta tímabil og að það sé enginn ástæða til að tilkynna það strax að hann verði fastráðinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. „Skipulagið er mikilvægara en tilkynningin. Sjáið bara Guardiola. Hann fékk leikmennina sem hann vildi til Manchester City, ári áður en hann tók við. Svo ef að þetta á að vera Ole þá á félagið að halda því leyndu og byrja að skipuleggja sig. Vandamál okkar síðustu ár er að við erum alltaf að elta,“ sagði Giggs. „Við þurfum að finna þessa tvo eða þrjá leikmenn sem við þurfum á að halda svo við getum farið að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina aftur,“ sagði Giggs.Manchester United mætir Chelsea á Stamford Bridge í London í kvöld í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira