Mannfall í átökum við Trípólí Andri Eysteinsson skrifar 7. apríl 2019 16:15 Talsmaður stjórnarhersins, Mohamed Ghnounou, staðfesti mannfallið á blaðamannafundi í dag. Getty/Anadolu Agency Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn landsins er 21 látinn og 27 eru særðir. Átök hafa geisað á svæðinu frá því á fimmtudaginn þegar uppreisnarliðar, sem kalla sig Líbýska Þjóðarherinn (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar hófu áhlaup á höfuðborgina. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings Sameinuðu Þjóðanna svaraði árásunum með loftárásum í gær. Forsætisráðherra Líbýu, Fayez al-Serraj, hefur sakað Haftar um að gera tilraun til valdaráns og segir að her ríkisstjórnarinnar muni bæla uppreisnina niður með valdi. Vegna ástandsins hafa alþjóðastofnanir unnið að því að kalla heim starfsmenn sína. Einnig hefur bandarískur herafli verið kallaður frá svæðinu. Sameinuðu Þjóðirnar kölluðu eftir tveggja klukkustunda vopnahlé fyrr í dag svo almennir borgarar gætu forðað sér frá átakasvæðunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvort beiðnin var samþykkt. Átökin hafa að mestu átt sér stað vestan og sunnan megin við Trípólí. Sunnan megin hafa átökin verið í grennd við gamlan alþjóðaflugvöll sem ekki er enn í notkun. Samkvæmt BBC hafa öfl stjórnarhersins hægt verulega á framgangi uppreisnarliða og hyggst stjórnarherinn þurrka uppreisnarmenn út af kortinu. Líbía Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn landsins er 21 látinn og 27 eru særðir. Átök hafa geisað á svæðinu frá því á fimmtudaginn þegar uppreisnarliðar, sem kalla sig Líbýska Þjóðarherinn (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar hófu áhlaup á höfuðborgina. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings Sameinuðu Þjóðanna svaraði árásunum með loftárásum í gær. Forsætisráðherra Líbýu, Fayez al-Serraj, hefur sakað Haftar um að gera tilraun til valdaráns og segir að her ríkisstjórnarinnar muni bæla uppreisnina niður með valdi. Vegna ástandsins hafa alþjóðastofnanir unnið að því að kalla heim starfsmenn sína. Einnig hefur bandarískur herafli verið kallaður frá svæðinu. Sameinuðu Þjóðirnar kölluðu eftir tveggja klukkustunda vopnahlé fyrr í dag svo almennir borgarar gætu forðað sér frá átakasvæðunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvort beiðnin var samþykkt. Átökin hafa að mestu átt sér stað vestan og sunnan megin við Trípólí. Sunnan megin hafa átökin verið í grennd við gamlan alþjóðaflugvöll sem ekki er enn í notkun. Samkvæmt BBC hafa öfl stjórnarhersins hægt verulega á framgangi uppreisnarliða og hyggst stjórnarherinn þurrka uppreisnarmenn út af kortinu.
Líbía Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira