Enski boltinn

Sigur­mark Firmino í fram­lengingu tryggði Liver­pool sigurinn á HM fé­lags­liða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino fagnar sigurmarkinu.
Firmino fagnar sigurmarkinu. vísir/getty

Liverpool er heimsmeistari félagsliða árið 2019 eftir að liðið vann 1-0 sigur á brasilíska liðinu, Flamengo, í framlengdum leik í Katar í dag.

Leikurinn fór fjörlega af stað. Mikill kraftur var í Liverpool-liðinu og eftir einungis 38 sekúndur fékk Roberto Firmino dauðafæri sem hann klúðraði.

Naby Keita fékk svo gott færi og Trent Alexander-Arnold átti þrumuskot sem fór framhjá en allar þessar tilraunir komu á fyrstu fimm mínútum leiksins. Ekki náðu þeir að skora og markalaust í hálfleik.







Síðari hálfleikurinn var rólegri en sá fyrri en þó ágætis skemtun. Það dró svo til tíðinda í uppbótartíma er dómari leiksins, Abdulrahman Al Jassim, benti á vítapunktinn er Sadio Mane féll eftir samskipti við Rafinha.

Eftir að hafa dæmt vítið ákvað Al Jassim að kíkja á atvikið í gegnum myndbandsupptöku. Úr því varð niðurstaðan að ekkert víti var dæmt. Lokatölur í venulegum leiktíma markalaust jafntefli og því þurfti að framlengja.





Fyrsta og eina mark leiksins kom svo á 99. mínútu. Eftir magnaða skyndisókn sendi Sadio Mane boltann inn fyrir á Roberto Firmino, sem lék á markvörðinn og kom boltanum í netið. Gífurlegur fögnuður braust út.

Brassarnir bættu við sóknarmönnum en það voru Evrópumeistararnir sem voru nær því að bæta við merki en Brassarnir að jafna metin. Ekkert mark var skorað og Liverpool því heimsmeistari félagsliða árið 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×