Erlent

Átta látnir í miklu óveðri í Evrópu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verkamenn í Portúgal hreinsa götur.
Verkamenn í Portúgal hreinsa götur. Vísir/EPA

Átta hafa látist í miklu stormviðri sem geisað hefur á Spáni, Portúgal og Frakklandi í dag. Auk mikils hvassviðris hefur gríðarleg úrkoma fylgt veðrinu.

Sex hafa látist á Spáni, þar á meðal suður-kóreskur ferðamaður sem varð fyrir braki sem féll af byggingu í miðborg Madrídar í dag. Þá lést einn er hann lenti í á sem flæddi yfir bakka sína í suðurhluta Spánar. Tveir hafa látist í Portúgal.

Í strandhéruðum á landamærum Frakklands og Spánar hefur vindurinn náð 40 metrum á sekúndu.

Talið er að um átta þúsund hafi verið rafmagnslaus í Galisíu á Spáni en miklar samgöngutruflanir hafa orðið vegna veðursins. Hæsta veðurviðvörun er í gildi í Galisíu og nærliggjandi héruðum vegna veðursins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×