Enski boltinn

Solskjær: Endurkoma Pogba það eina jákvæða við leikinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Afleit frammistaða Man Utd í dag.
Afleit frammistaða Man Utd í dag. vísir/getty

Það var ekki hátt risið á Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær eftir niðurlægjandi tap Manchester United fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við áttum ekki skilið að vinna leikinn miðað við hvernig við spiluðum. Boltonn gekk of hægt og við vorum líka of hægir án boltans. Ákefðin var ekki til staðar,“ sagði Solskjær.

Watford hefur verið lélegasta lið deildarinnar til þessa og er enn á botninum eftir 2-0 sigur á Man Utd en þeir komust á bragðið eftir hræðileg mistök David De Gea í marki Man Utd.

„Þetta er einn af þessum hlutum sem getur komið fyrir alla. David hefur verið svo góður á æfingum og alltaf einbeittur. Hann hefur verið fullur sjálfstrausts undanfarið og hann verður það áfram,“ sagði Solskjær áður en hann fór yfir hvað hann gat tekið jákvætt út úr leik dagsins. Það var endurkoma franska miðjumannsins Paul Pogba sem sneri aftur eftir meiðsli og kom inn af bekknum.

„Það er jákvæðast við leikinn. Og raunar það eina jákvæða. Hann hefur verið að leggja hart að sér og það sést á honum. Hann er í góðu standi og mun færa okkur mjög mikið. Hann er mikilvægur fyrir okkur,“ segir Solskjær.


Tengdar fréttir

United tapaði gegn botnliðinu

Manchester United varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðið tapaði fyrir Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×