Enski boltinn

Ancelotti tekur þrítugan son sinn með sér til Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Feðgarnir á Goodison Park á laugardag.
Feðgarnir á Goodison Park á laugardag. vísir/getty

Carlo Ancelotti var kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Everton á laugardag en þessi ítalski reynslubolti var rekinn úr starfi hjá Napoli á dögunum.

Þrítugur Ítali að nafni Davide Ancelotti mun í kjölfarið hefja störf í þjálfarateymi Everton en um er að ræða son Carlo.

Hefur hann raunar fylgt karli föður sínum frá því hann stýrði PSG til franska meistaratitilsins tímabilið 2012/2013. Þá var hann hluti af styrktarþjálfarateymi PSG og gegndi svo sama starfi hjá Real Madrid þegar Carlo var við stjórnvölin þar.

Davide hefur hins vegar verið aðstoðarþjálfari pabba síns hjá Bayern Munchen og Napoli og mun gegna því starfi hjá Everton.


Tengdar fréttir

Carlo Ancelotti nýr stjóri Everton

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti mætir á úrvalsdeildarleik Everton og Arsenal nú í hádeginu en hann skrifaði undir samning við Everton nú rétt í þessu.

Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×