Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2019 22:00 Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðarhópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Ágætlega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn til uppbyggingar. Nú virðist ætla að verða breyting á því en sérstökum aðgerðahópi hefur verið falið að gera tillögur um uppbyggingu. Þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson á sæti aðgerðahópnum, segir hlutverk hópsins skýrt. „Í raun að horfa til þess hvað hægt er að gera á næstu mánuðum og misserum í að byggja upp og styrkja Akureyrarflugvöll í þessu hlutverki að vera önnur gátt inn í landið,“ segir Njáll Trausti. Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára er aðeins gert ráð fyrir 78 milljóna króna framlagi til Akureyrarflugvallar, aðallega til viðhalds. Þetta hafa hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýnt. Njáll Trausti vonast til þess að vinna hópsins, sem mun aðallega snúast um hvernig bæta megi flugstöðina, geti skilað sér inn í samgönguáætlun á næsta ári. „Með þessum aðgerðarhóp þá lít ég svo á að við séum að móta tillögur varðandi Akureyrarflugvöll og þá þessa gátt sem við myndum nýta okkur inn í samgönguáætlunina sem verður klár í þinginu um það bil í mars,“ segir Njáll Trausti.Ráðherra talaði um að það þyrfti að vinna þessu vinna hratt, er það það sem mun gerast?„Það er það sem mun gerast og ég myndi gjarnan vilja sjá tillögur frá hópnum ekki seinna en í seinnihluta febrúar þannig að umhverfis- og samgöngunefnd geti unnið þetta með samgönguáætlun.“ Akureyri Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðarhópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Ágætlega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn til uppbyggingar. Nú virðist ætla að verða breyting á því en sérstökum aðgerðahópi hefur verið falið að gera tillögur um uppbyggingu. Þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson á sæti aðgerðahópnum, segir hlutverk hópsins skýrt. „Í raun að horfa til þess hvað hægt er að gera á næstu mánuðum og misserum í að byggja upp og styrkja Akureyrarflugvöll í þessu hlutverki að vera önnur gátt inn í landið,“ segir Njáll Trausti. Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára er aðeins gert ráð fyrir 78 milljóna króna framlagi til Akureyrarflugvallar, aðallega til viðhalds. Þetta hafa hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýnt. Njáll Trausti vonast til þess að vinna hópsins, sem mun aðallega snúast um hvernig bæta megi flugstöðina, geti skilað sér inn í samgönguáætlun á næsta ári. „Með þessum aðgerðarhóp þá lít ég svo á að við séum að móta tillögur varðandi Akureyrarflugvöll og þá þessa gátt sem við myndum nýta okkur inn í samgönguáætlunina sem verður klár í þinginu um það bil í mars,“ segir Njáll Trausti.Ráðherra talaði um að það þyrfti að vinna þessu vinna hratt, er það það sem mun gerast?„Það er það sem mun gerast og ég myndi gjarnan vilja sjá tillögur frá hópnum ekki seinna en í seinnihluta febrúar þannig að umhverfis- og samgöngunefnd geti unnið þetta með samgönguáætlun.“
Akureyri Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15
Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15