Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2019 22:00 Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðarhópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Ágætlega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn til uppbyggingar. Nú virðist ætla að verða breyting á því en sérstökum aðgerðahópi hefur verið falið að gera tillögur um uppbyggingu. Þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson á sæti aðgerðahópnum, segir hlutverk hópsins skýrt. „Í raun að horfa til þess hvað hægt er að gera á næstu mánuðum og misserum í að byggja upp og styrkja Akureyrarflugvöll í þessu hlutverki að vera önnur gátt inn í landið,“ segir Njáll Trausti. Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára er aðeins gert ráð fyrir 78 milljóna króna framlagi til Akureyrarflugvallar, aðallega til viðhalds. Þetta hafa hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýnt. Njáll Trausti vonast til þess að vinna hópsins, sem mun aðallega snúast um hvernig bæta megi flugstöðina, geti skilað sér inn í samgönguáætlun á næsta ári. „Með þessum aðgerðarhóp þá lít ég svo á að við séum að móta tillögur varðandi Akureyrarflugvöll og þá þessa gátt sem við myndum nýta okkur inn í samgönguáætlunina sem verður klár í þinginu um það bil í mars,“ segir Njáll Trausti.Ráðherra talaði um að það þyrfti að vinna þessu vinna hratt, er það það sem mun gerast?„Það er það sem mun gerast og ég myndi gjarnan vilja sjá tillögur frá hópnum ekki seinna en í seinnihluta febrúar þannig að umhverfis- og samgöngunefnd geti unnið þetta með samgönguáætlun.“ Akureyri Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðarhópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugvöllurinn verði endurbættur með millilandaflug í huga. Ágætlega hefur gengið að markaðssetja flugvöllinn en erfiðlega hefur gengið að fá fjármagn til uppbyggingar. Nú virðist ætla að verða breyting á því en sérstökum aðgerðahópi hefur verið falið að gera tillögur um uppbyggingu. Þingmaðurinn Njáll Trausti Friðbertsson á sæti aðgerðahópnum, segir hlutverk hópsins skýrt. „Í raun að horfa til þess hvað hægt er að gera á næstu mánuðum og misserum í að byggja upp og styrkja Akureyrarflugvöll í þessu hlutverki að vera önnur gátt inn í landið,“ segir Njáll Trausti. Vél Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt drögum að samgönguáætlun næstu fimm ára er aðeins gert ráð fyrir 78 milljóna króna framlagi til Akureyrarflugvallar, aðallega til viðhalds. Þetta hafa hagsmunaaðilar á Norðurlandi gagnrýnt. Njáll Trausti vonast til þess að vinna hópsins, sem mun aðallega snúast um hvernig bæta megi flugstöðina, geti skilað sér inn í samgönguáætlun á næsta ári. „Með þessum aðgerðarhóp þá lít ég svo á að við séum að móta tillögur varðandi Akureyrarflugvöll og þá þessa gátt sem við myndum nýta okkur inn í samgönguáætlunina sem verður klár í þinginu um það bil í mars,“ segir Njáll Trausti.Ráðherra talaði um að það þyrfti að vinna þessu vinna hratt, er það það sem mun gerast?„Það er það sem mun gerast og ég myndi gjarnan vilja sjá tillögur frá hópnum ekki seinna en í seinnihluta febrúar þannig að umhverfis- og samgöngunefnd geti unnið þetta með samgönguáætlun.“
Akureyri Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi kölluðu í dag eftir skýrum svörum frá yfirvöldum hvort að leggjast eigi í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli eða ekki. 15. október 2019 20:30
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15
Beið átekta á meðan allt var í gangi og fann aðra leið til Íslands Allir á Íslandi ættu að taka alvarlega að láta það verða að veruleika að Akureyrarflugvöllur verði byggður upp sem önnur gátt inn í landið. Þetta segir Cees van der Bosch, eigandi Voigt Travel. 17. október 2019 09:15