Rússneskum stjórnarandstæðingi rænt af hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:25 Shaveddinov (f.m.) með Navalny (t.v.). instagram Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09