Alríkislögregla Rússlands leitar á skrifstofu Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 15:45 Húsleitin á skrifstofu Navalny var gerð í Moskvu í dag. epa/SERGEI ILNITSKY Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09