Erlent

Tóku ellefu kristna fanga af lífi í Nígeríu

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Vísir

Íslamska ríkið hefur birt myndband af vígamönnum samtakanna í Afríku taka ellefu menn af lífi í Nígeríu. Um er að ræða kristna menn sem vígamennirnir höfðu tekið höndum á undanförnum vikum en tilefni fjöldamorðsins er dauði Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins.

Í myndbandinu, sem birt var af AMAQ, fréttaveitu ISIS, má sjá ellefu vígamenn standa fyrir aftan ellefu fanga. Stutt skilaboð eru lesin og mennirnir svo teknir af lífi. Einn þeirra er skotinn og höfuð hinna tíu eru skorin af.

Samkvæmt frétt BBC eru einungis nokkrir dagar síðan ISIS lýsti yfir herferð til að hefna fyrir dauða Baghdadi og ku þessar aftökur vera liður í þeirri herferð.Íslamska ríkinu og öðrum vígahópum hefur vaxið ásmegin í Afríku á undanförnum árum. Árið 2015 lýsti Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram í Nígeríu, því yfir að samtökin hefðu lýst yfir hollustu við Baghdadi og hétu nú Íslamska ríkið í Vestur-Afríku, eða ISWAP.

Shekau var þó vísað úr samtökunum ári seinna fyrir að hunsa skipanir og ráðast gegn múslímskum borgurum í Nígeríu. Hann leiðir þó enn hluta samtakanna undir nafninu Boko Haram.


Tengdar fréttir

Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“

Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.