Erlent

Ís­björninn kominn aftur til Longyear­byen

Atli Ísleifsson skrifar
Longyearbyen á Svalbarða. Tæplega þrjú þúsund manns búa á Svalbarða, flestir í Longyearbyen.
Longyearbyen á Svalbarða. Tæplega þrjú þúsund manns búa á Svalbarða, flestir í Longyearbyen. Getty

Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. Hann hafði áður verið rekinn á brott úr bænum.

Norskir fjölmiðlar hafa eftir Kjerstin Askholt, sýslumanninum á eyjunum, að björninn sem hélt inn í bæinn í nótt sé að öllum líkindum sá hinn sami og hrelldi íbúa í gærmorgun.

Hefur Askholt beint því til íbúa að vera á varðbergi, en verið sé að kanna möguleikann á því að deyfa björninn og flytja hann á brott frá bænum með þyrlu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×