Erlent

Minnst þúsund manns mótmæla vegna Samherjaskjalanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælendur segja einnig að „spilltir hættir“ þeirra sem grunaðir eru vegna málsins hafi leitt til fækkunar starfa og aukinnar fátæktar.
Mótmælendur segja einnig að „spilltir hættir“ þeirra sem grunaðir eru vegna málsins hafi leitt til fækkunar starfa og aukinnar fátæktar.

Minnst þúsund manns hafa í dag mótmælt í strandbænum Walvis Bay í Namibíu í dag. Tilefni mótmælanna eru Samherjaskjölin og spilling. Mótmælendurnir segja, samkvæmt Namibian, að málið umdeilda varpi ljósi á brot á réttindum þeirra.Þá hafi skandallinn sérstök áhrif á þá sem búa í Walvis Bay þar sem íbúar treysta á auðlindir hafsins. Mótmælendur segja einnig að „spilltir hættir“ þeirra sem grunaðir eru vegna málsins hafi leitt til fækkunar starfa og aukinnar fátæktar.Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi.Kosningar voru nýverið haldnar í Namibíu þar sem Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hlaut endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Panduleni Itula, mótframbjóðandi hans, hefur ekki viðurkennt niðurstöðuna en einhverjir mótmælenda í Walvis Bay hafa notað tækifærið og lýst yfir stuðningi við Itula.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.