Innlent

41 vill verða útvarpsstjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm

Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að greina ekki frá því hverjir sækja um starfið. Ber stjórnin fyrir sig að þannig séu líkur á því að fá færara fólk til að sækja um starfið.

Magnús Geir Þórðarson sagði starfi sínu lausu eftir að hann var skipaður Þjóðleikhússtjóri. Var starfið auglýst til umsóknar 15. nóvember og rann frestur til að sækja um starfið út 2. desember. Áður en til þess kom ákvað stjórn Ríkisútvarpsins að framlengja frestinn um viku án þess að skýring væri gefin á hvers vegna.

„Stjórn RÚV ræður útvarpsstjóra. Á næstu vikum verður farið yfir umsóknir og hefur stjórn fengið ráðningafyrirtækið Capacent til að hafa umsjón með því verkefni. Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020,“ segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×