Innlent

Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona lítur vindaspáin út klukkan tíu.
Svona lítur vindaspáin út klukkan tíu. Skjáskot/Veðurstofa íslands

Óveðrið er nú tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. Þá gætu hviður farið yfir 60 metra á sekúndu undir Vatnajökli. Veður er þegar tekið að lægja í öðrum landshlutum.

Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að hvessa taki fyrir austan þegar líða tekur á morguninn.

„Nú er norðanóveður á nánast öllu landinu, víða 23 til 30 metrar á sekúndu. Það er aðeins farið að lægja hérna vestast. Með morgninum breytist þetta lítið, það á enn þá eftir að hvessa á Austfjörðum og Suðausturlandi, þar sem verða miklar vindhviður. Svo þegar líður á daginn fer þetta að ganga niður, fyrst hérna um landið vestanvert,“ segir Haraldur.

Hvað stendur þetta lengi?

„Fyrir austan þá stendur þetta kannski fram að kaffi, og lengur reyndar sunnan Vatnajökuls. Þar verður mjög byljótt restina af deginum.“

Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands tekur undir með Haraldi í færslu á Twitter-reikningi sínum nú í morgun. Hún segir að veðrið verði einna verst austanlands á milli klukkan 10 og 11 og þá gætu hviður farið yfir 60 metra á sekúndu undir Vatnajökli.
Tengdar fréttir

Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu

Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu.

Allt að 38 m/s sunnan við Vatnajökul á morgun

Spáð er allt að 38 m/s sunnan Vatnajökuls á morgun. Þá spáir víða norðan heiða allt að 30 m/s í nótt en ekki á að vera ofankoma á Suðausturlandi og Austfjörðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.