Hátt í sex hundruð aðstoðarbeiðnir í veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 07:26 Björgunarsveitarkona stendur vaktina í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Heildarfjöldi aðstoðarbeiðna til björgunarsveita í óveðrinu, sem gengið hefur yfir landið í gær og í nótt, er að nálgast sex hundruð, að sögn Davíðs Más Björgvinssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Stöðugur verkefnastraumur hefur verið hjá björgunarsveitum í nótt, einkum á Norðurlandi. Aðgerðastjórnir á Vesturlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að draga saman seglin eftir miðnætti. Í Húnavatnssýslu var hluta af mannskapnum komið í hvíld um klukkan tvö í nótt. Verkefni hafa þó haldið áfram að berast og nú um sexleytið voru björgunarsveitarmenn að eiga við fjárhús, þar sem stór hluti af þakinu var fokinn. Veðrið í Húnavatnssýslu var enn afar slæmt um miðnætti en hafði skánað svo um munar nú í morgun, að sögn Davíðs.Sjá einnig: Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúnduÞá bárust björgunarsveitum reglulega verkefni í Skagafirði í nótt. Þar hafa menn verið að huga að bátum, flytja starfsfólk ýmissa stofna milli staða vegna innviðatjóns og eins þurft að sinna foktjóni, aðallega þakklæðningum sem hafa fokið. Sérfræðingar ferjaðir milli staða Á fimmta tímanum var enn frekari mannskapur kallaður út á Norðurlandi eystra vegna tíðra verkefna. Þar hafa verkefnin að mestu verið samfélags- eða innviðatengd, að sögn Davíðs. Verið sé að eiga við ýmiss konar bilanir sökum veðurofsans og enn sé rafmagnslaust víða á Norðurlandi. Björgunarmenn hafa því mikið verið að koma sérfræðingum á milli staða til að huga að bilunum. Þá komu einnig upp verkefni í Vestmannaeyjum í alla nótt. Flytja þurfti mannskap milli staða og enn voru að berast tilkynningar um fok í morgun. Einnig þurfti ítrekað að huga að bátum í höfninni og ein tilkynning barst um bát sem þar var að sökkva. Davíð hafði ekki upplýsingar um endanlegar málalyktir þar. Enn var rólegt á Austurlandi nú á sjöunda tímanum í morgun en gert er ráð fyrir að veðurofsinn færist þangað í dag. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutanum upp úr hádegi. Inntur eftir heildarfjölda útkalla á landinu í aftakaveðrinu segir Davíð að erfitt sé að henda reiður á því og taka verði slíkum tölum með ákveðnum fyrirvara. Á sjöunda tímanum voru aðstoðarbeiðnir til björgunarsveita í gær og í nótt þó að nálgast sex hundruð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00