Innlent

Stjórnarþingflokkar funda í Ráðherrabústaðnum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sameiginlegur fundur þingflokkanna fer fram í ráðherrabústaðnum.
Sameiginlegur fundur þingflokkanna fer fram í ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm

Þingflokkar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda saman þessa stundina í ráðherrabústaðnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er efni fundarins áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Á fundinum kynnir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fyrir stjórnarflokkunum hvar málið er statt í ferlinu en þverpólitísk nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs skilaði ráðherra skýrslu sinni í síðustu viku.

Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar

Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi ráðherra kynna fyrir stjórnarþingmönnum hvernig vinnu við frumvarpið miðar áfram og hvað í því felst, en gert er ráð fyrir að frumvarpið verði kynnt í samráðsgátt fljótlega. Ráðherra hyggst svo mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á vorþingi. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði umhverfisráðherra að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi.


Tengdar fréttir

Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.