Innlent

Stjórnarþingflokkar funda í Ráðherrabústaðnum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sameiginlegur fundur þingflokkanna fer fram í ráðherrabústaðnum.
Sameiginlegur fundur þingflokkanna fer fram í ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm

Þingflokkar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda saman þessa stundina í ráðherrabústaðnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er efni fundarins áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Á fundinum kynnir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fyrir stjórnarflokkunum hvar málið er statt í ferlinu en þverpólitísk nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs skilaði ráðherra skýrslu sinni í síðustu viku.

Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar

Samkvæmt heimildum fréttastofu vildi ráðherra kynna fyrir stjórnarþingmönnum hvernig vinnu við frumvarpið miðar áfram og hvað í því felst, en gert er ráð fyrir að frumvarpið verði kynnt í samráðsgátt fljótlega. Ráðherra hyggst svo mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á vorþingi. Í samtali við fréttastofu í síðustu viku sagði umhverfisráðherra að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi.


Tengdar fréttir

Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×