Erlent

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Danmörku

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan hefur þó varist frekari fregna en blaðamannafundur verður haldinn klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma.
Lögreglan hefur þó varist frekari fregna en blaðamannafundur verður haldinn klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma. EPA/Olafur Steinar Gestsson

Lögreglan í Danmörku framkvæmdi í dag umfangsmiklar og samræmdar aðgerðir víða um landið með því markmiði að koma í veg fyrir hryðjuverk. Fyrr sagði lögreglan í Kaupmannahöfn að húsleit hafi verið gerð og að einhverjir hafi verið handteknir.

Útlit er fyrir að aðgerðirnar hafið verið gerðar til að uppræta hóp íslamista í Danmörku, sem hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Um er að ræða samræmdar aðgerðir lögreglunnar og öryggislögreglu Danmerkur, PET.

Lögreglan hefur þó varist frekari fregna en blaðamannafundur verður haldinn klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.