Erlent

Snið­ganga og mót­mæli setja svip á for­seta­kosningar í Alsír

Atli Ísleifsson skrifar
Frá mótmælum í Algeirsborg í gær.
Frá mótmælum í Algeirsborg í gær. AP

Forsetakosningar fara fram í Alsír í dag eftir margra mánaða óvissuástand í stjórnmálum landsins.

Fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í landinu í aðdraganda kosninganna, þar sem stjórnarandstæðingar líta á framkvæmd þeirra sem leið fyrir valdastéttina til að viðhalda völdum.

Frambjóðendur til forseta í Alsír, Azzedine Mihoubi, Abdelmajid Tebboune, Abdelkader Bengrina, Ali Benflis og Abdelaziz Belaid. Allir hafa þeir starfað í FLN-flokki Bouteflika, forsetans fyrrverandi.AP

Alls opnuðu um 61 þúsund kjörstaðir í landinu í morgun. Búist er við að kosningaþátttaka verði lítil þar sem margir hafa hvatt til þess að kjósendur sniðgangi kosningarnar. Allir þeir fimm sem eru í framboði hafa áður starfað fyrir valdaflokk landsins.

Kjörstöðum verður lokað um kvöldmatarleytið, en ekki er búist við að úrslit liggi fyrir fyrr en á morgun.

Fyrr á árinu reis upp mikil mótmælaalda gegn forsetanum Abdelaziz Bouteflika. Hann sagði stýrt landinu frá 1999 og sagði loks af sér í apríl. Hann hafði glímt við heilsubrest síðustu ár og hafði ekki komið fram opinberlega í um fjögur ár.

Í kjölfar afsagnar Bouteflika var hinn 77 ára Abdelkader Bensalah, forseti efri deildar þingsins, skipaður forseti til bráðabirgða.


Tengdar fréttir

Bróðir Bou­teflika í steininn

Herdómstóll í Alsír hefur dæmt Saïd Bouteflika, bróður Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta landsins, í fimmtán ára fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×