Enski boltinn

Lampard: Ekki boðleg frammistaða

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nú reynir á.
Nú reynir á. vísir/getty

Óhætt er að segja að farið sé að reyna á Frank Lampard, stjóra Chelsea, en hann er á sinni fyrstu leiktíð sem stjóri félagsins og hefur liðinu gengið illa að tengja saman sigurleiki að undanförnu eftir nokkuð góða byrjun á tímabilinu.

Chelsea hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum og í dag beið liðið lægri hlut fyrir Bournemouth á heimavelli.

„Við höfum verið að spila leiki þar sem við sköpum okkur fullt af færum án þess að skora en við getum ekki sagt það í dag. Við spiluðum ekki nógu vel og gerðum ekki nógu vel fyrir stuðningsmennina okkar,“ sagði Lampard.

„Við þurfum að spila miklu hraðari fótbolta. Ef þú ert sóknarsinnaður leikmaður áttu að gera áras á varnarmenn, gera hluti sem fólk vill sjá. Við eigum ekki að spila varfærnislega. Við gerðum það of mikið í dag,“ sagði Lampard eftir tapið gegn Bournemouth.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.