Fjórða tap Chelsea í síðustu fimm leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gosling fagnar sigurmarkinu gegn Chelsea.
Gosling fagnar sigurmarkinu gegn Chelsea. vísir/getty

Eftir fimm töp í röð vann Bournemouth góðan sigur á Chelsea, 0-1, á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag.Þetta var fjórða tap Chelsea í síðustu fimm leikjum. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 29 stig.Dan Gosling skoraði eina mark leiksins þegar sex mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsti leikur hans í byrjunarliði á tímabilinu.Markið var upphaflega dæmt af en dómnum var snúið við eftir inngrip myndbandsdómara.Eftir sigurinn er Bournemouth í 14. sæti deildarinnar með 19 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.