Mikil átök milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2019 23:07 Frá átökunum í Beirút í kvöld. AP/Hussein Malla Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019 Líbanon Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Til átaka kom á milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í Líbanon í kvöld og stóðu þau yfir í nokkrar klukkustundir. Öryggissveitir skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum og þurfti að flytja einhverja á sjúkrahús. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman i borginni en umfangsmikil mótmæli hafa staðið yfir í Líbanon á undanförnum vikum. Mótmælendur hafa mótmælt spillingu og slæmu ástandi efnahags landsins svo eitthvað sé nefnt. Að mestu má þó rekja upphaf mótmælanna til ætlana ríkisstjórnarinnar fyrrverandi að skattleggja netsímtöl og hækka virðisaukaskatt. Í harðbakkann sló í kvöld þegar meðlimir öryggissveita Líbanon fjölmenntu í Beirút og brutu mótmælin á bak aftur. Það var gert eftir einhverjir mótmælendur reyndu að brjóta sér leið inn á öryggissvæði þar sem finna má þinghús Líbanon og skrifstofur ríkisstjórnar landsins, samkvæmt ríkismiðli Líbanon sem Reuters vitnar í. Vitni segja mótmælendur hafa verið elta um götur borgarinnar og barða af öryggissveitum.Al Jazeera segir þó að átökin hafi byrjað á því að hópur ungra manna, sem séu hliðhollir ráðandi fylkingum landsins, hafi ráðist á búðir mótmælenda í borginni. Öryggissveitir hafi komið mótmælendunum til varnar.Frá því að Saad al-Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra í október hefur ekkert gengið í viðræðum á milli ráðandi fylkinga um myndun nýrrar ríkisstjórnar.Ástandið í Líbanon þykir slæmt og hafa erlendir fjárfestar fryst flestar fjárfestingar þar til mynduð verður ný ríkisstjórn sem geti gripið til umbóta, samkvæmt Reuters. Mótmælendur krefjast þess einnig að ný ríkisstjórn verði skipuð aðilum sem tengjast ekki ráðandi stjórnmálaflokkum í Líbanon. Riot police use tear gas to prevent anti political establishment protesters from approaching parliament square in downtown Beirut - they also beat up protesters... #LebanonProtests pic.twitter.com/AXFcvsAhAb— Zeina Khodr (@ZeinakhodrAljaz) December 14, 2019
Líbanon Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira