Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2019 16:20 Daphne Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. EPA/DOMENIC AQUILINA Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00
Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47
Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43
Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30