Erlent

Vona að 500 ára gömul ankeri geti varpað ljósi á innrás Spánverja

Samúel Karl Ólason skrifar
Kafarar mæla eitt ankerið.
Kafarar mæla eitt ankerið. EPA/Jonathan Kingston

Fornleifafræðingar telja sig mögulega hafa fundið ankeri úr flota Spánverjans Hernán Cortés, sem lagði veldi Asteka undir sig á sextándu öldinni. Tvö fimm hundruð ára gömul ankeri úr járni hafa fundist undan ströndum borgarinnar Veracruz. Eitt til viðbótar fannst í fyrra en með því fannst viður úr spænsku tré.

Vonast er til þess að frekar munir finnist á svæðinu og þeir geti varpað ljósi á innrás Spánverja í Mexíkó. Cortés er sagður hafa eyðilagt skip sín, til að koma í veg fyrir að menn hans yfirgáfu hann og sneru aftur til Spánar.

Fyrr á þessu ári bað Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, Spán um að biðja innfædda Mexíkóa afsökunar á ódæðum sem framin voru gegn þeim.

Því þykir líklegt að fleiri ankeri og aðra muni megi finna á svæðinu.

Samkvæmt frétt BBC fundust ankerin tvö á tíu til fimmtán metra dýpi undir þykku lagi af sandi og er búið að bera kennsl á fimmtán aðra staði sem talið er að fleiri ankeri geti fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×