Maðurinn sem barðist við árásarmanninn með skögultönn hylltur sem hetja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:42 Skjáskot úr myndbandi. Hér má sjá skögultönnina. Vísir/skjáskot. Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk. Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk.
Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17
25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58
Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01