Enski boltinn

Van Dijk: Ótrúlegt ár en það eru leikmenn sem eru ómannlegir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hollendingurinn glaðbeittur á hátiðinni í gær.
Hollendingurinn glaðbeittur á hátiðinni í gær. vísir/getty

Virgil van Dijk, varnamaður Liverpool, var í öðru sæti í kjörinu um Gullknöttinn sem var veitt við hátíðlega athöfn í Frakklandi í gær. Lionel Messi vann Ballon d’Or í sjötta sinn.

Cristiano Ronaldo var í þriðja sætinu en Messi hefur unnið einum knetti meira en Ronaldo. Samherjar Van Dijk hjá Liverpool, Sadio Mane og Mohamed Salah, voru í fjórða og fimmta sætinu.

„Þetta var ótrúlegt ár en það eru leikmenn sem eru ómannlegir,“ sagði Hollendingurinn um samkeppnina við Messi og Ronaldo. „Þú verður að bera virðingu fyrir því líka.“

„Ég er mjög stoltur af því sem ég afrekaði með Liverpool og Hollandi á síðasta ári og vonandi getum við gert það sama á þessu ári. Það verður erfitt í kringum þessa menn,“ sagði Van Dijk en salurinn var fullur af helstu knattspyrnumönnum heims.

Messi og Ronaldo hafa unnið ellefu af síðustu tólf Gullknöttum en sá eini sem hefur komist að síðan 2007 er Luka Modric en hann var hlutskarpastur í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.