Enski boltinn

Jesus með tvö mörk í öruggum sigri City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jesus skoraði tvö mörk á Turf Moor.
Jesus skoraði tvö mörk á Turf Moor. vísir/getty

Manchester City vann afar öruggan sigur á Burnley, 1-4, þegar liðin mættust á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst City upp í 2. sæti deildarinnar. Englandsmeistararnir eru með 32 stig, átta stigum á eftir toppliði Liverpool.

Jóhann Berg Guðmundsson er enn á meiðslalistanum hjá Burnley sem er í 11. sæti deildarinnar.

Gabriel Jesus kom City yfir með frábæru skoti í fjærhornið á 24. mínútu eftir góða skyndisókn gestanna frá Manchester.

Þegar fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik bætti Jesus öðru marki við með skoti á lofti eftir sendingu Bernardos Silva.

Rodri skoraði þriðja City með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig á 68. mínútu. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Riyad Mahrez fjórða mark gestanna.

Robbie Brady lagaði stöðuna fyrir Burnley á 89. mínútu. Lokatölur 1-4, City í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.