Innlent

Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu

Jakob Bjarnar skrifar
Þung orð voru látin falla í febrúar á þessu ári vegna gruns um að Rúmenum nokkrum væri haldið hér í vinnuþrælkun. Lengst til vinstri er Halldór Grönvold hjá ASÍ.
Þung orð voru látin falla í febrúar á þessu ári vegna gruns um að Rúmenum nokkrum væri haldið hér í vinnuþrælkun. Lengst til vinstri er Halldór Grönvold hjá ASÍ. visir/sigurjón
„Loksins féll í dag dómur í meiðyrðamálinu Menn í vinnu ehf. gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur. Niðurstaðan er mjög afgerandi og eru tvenn ummæli hennar ómerkt auk þess sem hún er dæmd til að greiða kostnað af birtingu dóms og málskostnað að fjárhæð 1.300.000 krónur,“ segir Jóhannes S. Ólafsson lögmaður Höllu Rutar Bjarnadóttur hjá Mönnum í vinnu.Vísir hefur dóminn undir höndum en Jóhannes segir að í honum megi glögglega sjá að ekki hafi tekist að sanna neitt sem heita megi vafasamt hátterni fyrirtækisins.„Nákvæmlega ekki neitt.“

Ummælin dæmd dauð og ómerk

Mál starfsmannaleigunnar var mjög í deiglunni fyrr á árinu en þá greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að grunur léki á um að fjöldi rúmenskra verkamanna væru í nauðungarvinnu á Íslandi. Ýmsir létu þung orð falla meðal annarra María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ.Í dómsorði segir að eftirfarandi ummæli hennar skuli vera dauð og ómerk:

María Lóa var dæmd fyrir meiðyrði í dag og gert að greiða 1,3 milljón króna í málskostnað og birtingu dóms.así
„og ég er búin að sjá bankareikninga hjá þeim þar sem fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harðan út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum“og„Menn í vinnu legðu inn á þá til dæmis 100.000 en færi síðan 90.000 út aftur. Ég sá þessar færslur og spurði hvernig þetta væri hægt en þá vissu þeir það ekki almennilega en að Halla Rut sem á fyrirtækið vildi alltaf fá að sjá og vita PIN númer þeirra svo það virðist sem Menn í Vinnu ehf. hafi aðgang að heimabönkum mannanna.“Þriðju ummælin sem stefnt var vegna flokkuðust undir gildismat og þar með var Maríu Lóu frjálst að segja: „Að mínu mati er þetta nauðungarvinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða.“

Fyrirtækið gjaldþrota og líf fyrirsvarsmanna í rúst

„Hér er um mjög mikilvæga niðurstöðu að ræða þar sem að réttlætið sigraði að vissu leyti. Fyrirtækið situr auðvitað eftir gjaldþrota og líf fyrirsvarsmanna þess nánast í rúst, en þetta er þó gríðarlega mikilvæg viðurkenning. Dómarinn tók mjög sterkt til orða og tók afgerandi efnislega niðurstöðu, þess efnis að ekkert væri hæft í hinum hrikalegu ásökunum sem bornar voru fram í fjölmiðlum á hendur fyrirtækinu og fyrirsvarsmönnum þess,“ segir Jóhannes en hann birti færslu á Facebook þar sem hann fór yfir málið eins og það horfir við honum.

Jóhannes lögmaður fagnar sigri. En, hann segir að afleiðingar meiðyrðanna séu þær að fyrirtækið sé gjaldþrota og líf fyrirsvarsmanna þess í rúst.
Jóhannes segir að vegna þess að fyrirtækið var orðið gjaldþrota hafi ekki verið unnt að fara í frekari málaferli. Þeir sem höfðu fengið kröfubréf og aðvörun um málsókn voru þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hjá Eflingu, Halldór Grönvold hjá ASÍ og Unnur Sverrisdóttir hjá Vinnumálastofnun.„Unni var reyndar stefnt líka en umbjóðandi minn gat ekki lagt fram tryggingu fyrir málskostnaði þegar félagið fór í þrot og því ekki hægt að halda því máli til streitu,“ segir Jóhannes.Telur Jóhannes að þau hefðu öll verið fundin sek um meiðyrði samkvæmt þessum dómi?„Það er flóknara mál. Einhverjir hefðu klárlega setið í súpunni, en það þyrfti að taka afstöðu til hverra ummæla fyrir sig. Eins og sjá má í dómnum þá voru tvenn ummæli ómerkt en þau þriðju metin sem gildisdómur, það er að segja mat Maríu Lóu og það er verndað af tjáningarfrelsinu.“Uppfært

Dóminn í heild má lesa á vef dómstólsins.


Tengdar fréttir

Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði

Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði.

Átján Rúmenar leitað til Eflingar

Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks.

Menn í vinnu pakka saman

Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.