Átján Rúmenar leitað til Eflingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2019 18:34 Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. Átján Rúmenar leituðu til Eflingar vegna vangoldinna launa og annarra svika í dag. Í kvöldfréttum okkar í gær var sagt frá því að grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast sumir ekki hafa fengið borgað fyrir vinnu sína á meðan sumir fá greitt en ekki í samræmi við launaseðil sinn. Þeir búa mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Hjallabrekku og á Dalvegi í Kópavogi og borga á bilinu tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu sem dregnar eru af launum þeirra. ASÍ, Efling, Vinnumálstofnun og lögregla rannsaka málið. Fulltrúar ASÍ könnuðu aðbúnað verkamannanna í gær og segja hann vægast sagt skelfilegan. Í dag höfðu átján Rúmenar leitað til Eflingar með mál sín og er nú unnið að því að afla frekari gagna.Verktakar vita af vandamálum mannanna en segjast ekkert geta gert Þá segja verktakarnir sem fréttastofa ræddi við að þeir sem leigi þá til vinnu viti af vandamálum þeirra gagnvart starfsmannaleigunni en geti ekkert gert. Guðjón Jónatansson, eigandi byggingaverktakafyrirtæksins Hylja verktakar ehf., leigði nokkra starfsmenn af starfsmannaleigunni á síðasta ári. Hann segist hafa staðið í miklu veseni til að reyna vinda ofan af óheiðarleika starfsmannaleigunnar. Í upphafi hafi allt litið vel út. „Síðan fer maður að kynnast þeim betur og þá sér maður að þetta er ekki í lagi. Það er svo margt sem þeir vita ekki og láta yfir sig ganga, eitthvað sem er ekki líðandi á okkar vinnumarkaði,“ segir Guðjón sem aðstoðaði tvo mannanna við að finna sér íbúð og bauð þeim vinnu hjá sér. „Honum hefur örugglega aldrei liðið betur síðan hann hætti hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Hann segir að það sé ýmislegt annað en húsnæðis og launamál sem sé í ólagi. Samkvæmt launaseðlum annars mannsins greiddi hann engan skatt en forsvarsmenn leigunnar sögðu honum að hann þyrfti þess ekki. „Svo er raunin önnur þegar það kemur uppgjöf frá skattinum. Hann er að fá frá sjötíu til hundrað þúsund krónur í bakreikning núna fyrir hvern mánuð,“ segir Guðjón. Það sé gríðarlega erfitt fyrir menn í þessari stöðu. „Þarna er verið að gera þetta vísvitandi. Þannig að launaseðill líti betur út. Þeir fá meira útborgað,“ segir Guðjón og bætir við að þannig sé ólíklegra að þeir kvarti en svo fái þeir bakreikninginn. „Þeir lenda í tómum vandræðum því skatturinn eltir þá“ Guðjón telur að það hafi orðið mikil vitundarvakning um slæman aðbúnað starfsmanna á starfsmannaleigum eftir umfjöllun fjölmiðla. „Ég held að það sé enginn verktaki í dag sem hugsar sig ekki um áður en hann leigir þessa menn. Það vill enginn hafa fólk í vinu sem býr við þennan aðbúnað,“ segir Guðjón. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hafa vísað öllum ásökunum á bug. Í vettvangsferð okkur í gær kom starfsmaður starfsmannaleigunnar en var fljótur að láta sig hverfa þegar hann sá hverjir voru á staðnum. Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. Átján Rúmenar leituðu til Eflingar vegna vangoldinna launa og annarra svika í dag. Í kvöldfréttum okkar í gær var sagt frá því að grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast sumir ekki hafa fengið borgað fyrir vinnu sína á meðan sumir fá greitt en ekki í samræmi við launaseðil sinn. Þeir búa mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Hjallabrekku og á Dalvegi í Kópavogi og borga á bilinu tuttugu til áttatíu þúsund krónur í leigu sem dregnar eru af launum þeirra. ASÍ, Efling, Vinnumálstofnun og lögregla rannsaka málið. Fulltrúar ASÍ könnuðu aðbúnað verkamannanna í gær og segja hann vægast sagt skelfilegan. Í dag höfðu átján Rúmenar leitað til Eflingar með mál sín og er nú unnið að því að afla frekari gagna.Verktakar vita af vandamálum mannanna en segjast ekkert geta gert Þá segja verktakarnir sem fréttastofa ræddi við að þeir sem leigi þá til vinnu viti af vandamálum þeirra gagnvart starfsmannaleigunni en geti ekkert gert. Guðjón Jónatansson, eigandi byggingaverktakafyrirtæksins Hylja verktakar ehf., leigði nokkra starfsmenn af starfsmannaleigunni á síðasta ári. Hann segist hafa staðið í miklu veseni til að reyna vinda ofan af óheiðarleika starfsmannaleigunnar. Í upphafi hafi allt litið vel út. „Síðan fer maður að kynnast þeim betur og þá sér maður að þetta er ekki í lagi. Það er svo margt sem þeir vita ekki og láta yfir sig ganga, eitthvað sem er ekki líðandi á okkar vinnumarkaði,“ segir Guðjón sem aðstoðaði tvo mannanna við að finna sér íbúð og bauð þeim vinnu hjá sér. „Honum hefur örugglega aldrei liðið betur síðan hann hætti hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Hann segir að það sé ýmislegt annað en húsnæðis og launamál sem sé í ólagi. Samkvæmt launaseðlum annars mannsins greiddi hann engan skatt en forsvarsmenn leigunnar sögðu honum að hann þyrfti þess ekki. „Svo er raunin önnur þegar það kemur uppgjöf frá skattinum. Hann er að fá frá sjötíu til hundrað þúsund krónur í bakreikning núna fyrir hvern mánuð,“ segir Guðjón. Það sé gríðarlega erfitt fyrir menn í þessari stöðu. „Þarna er verið að gera þetta vísvitandi. Þannig að launaseðill líti betur út. Þeir fá meira útborgað,“ segir Guðjón og bætir við að þannig sé ólíklegra að þeir kvarti en svo fái þeir bakreikninginn. „Þeir lenda í tómum vandræðum því skatturinn eltir þá“ Guðjón telur að það hafi orðið mikil vitundarvakning um slæman aðbúnað starfsmanna á starfsmannaleigum eftir umfjöllun fjölmiðla. „Ég held að það sé enginn verktaki í dag sem hugsar sig ekki um áður en hann leigir þessa menn. Það vill enginn hafa fólk í vinu sem býr við þennan aðbúnað,“ segir Guðjón. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins en hafa vísað öllum ásökunum á bug. Í vettvangsferð okkur í gær kom starfsmaður starfsmannaleigunnar en var fljótur að láta sig hverfa þegar hann sá hverjir voru á staðnum.
Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00