Glæsimark Mounts tryggði Chelsea sigur | Leicester endurheimti 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mount skoraði glæsilegt mark gegn Aston Villa.
Mount skoraði glæsilegt mark gegn Aston Villa. vísir/getty
Mason Mount tryggði Chelsea sigur á Aston Villa, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.Á 48. mínútu tók Mount boltann á lofti inni í vítateig Villa og þrumaði honum upp í þaknetið. Það reyndist sigurmarkið.Tammy Abraham kom Chelsea yfir á 24. mínútu en Trezeguet jafnaði fyrir Villa fjórum mínútum fyrir hálfleik.Chelsea er í 4. sæti deildarinnar en Villa í því fimmtánda.Leicester City endurheimti 2. sæti deildarinnar með 2-0 sigri á botnliði Watford. Jamie Vardy og James Maddison skoruðu mörk Refanna. Vardy hefur nú skorað í sjö deildarleikjum í röð.Southampton komst upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Norwich City. Þetta var annar sigur Dýrlinganna í röð. Þeir eru í 17. sæti deildarinanr en Norwich í því nítjánda og næstneðsta.Danny Ings og Ryan Bertrand skoruðu mörk Southampton en Teemu Pukki mark Norwich.Þá vann Wolves 2-0 sigur á West Ham United. Þetta var þriðji sigur Úlfanna í síðustu fjórum leikjum. Þeir eru í 5. sæti deildarinnar. West Ham er í því þrettánda.Leander Dendoncker og Patrick Cutrone skoruðu mörk Wolves sem hefur ekki tapað deildarleik síðan 14. september.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.